Snjór á Akureyri - Harpa Sif Kelly

Skapti Hallgrímsson

Snjór á Akureyri - Harpa Sif Kelly

Kaupa Í körfu

KRAKKAR á Akureyri voru mörg hver greinilega himinlifandi í gærmorgun þegar þau komust að því að fyrsti snjórinn í langan tíma hafði fallið um nóttina. Harpa Sif Kelly, sem er í 1. bekk í Glerárskóla, dundaði sér við það á leiðinni heim úr skólanum um hádegisbil að rúlla upp snjó. Hún kvaðst hafa tekið þátt í því verkefni í frímínútum í skólanum um morguninn að útbúa bæði snjókarl og snjóhús. ENGINN MYNDATEXTI. (Snjórinn kominn á Akureyri! Krakkar á Akureyri voru greinilega himinlifandi í morgun þegar þau komust að því að fyrsti snjórinn í langan tíma hafði fallið um nóttina. Harpa Sif Kelly, sem er í 1. bekk í Glerárskóla, dundaði sér við það á leiðinni heim úr skólanum að rúlla upp snjó; og kvaðst hafa tekið þátt í því verkefni í frímínútum um morguninn að útbúa bæði snjókarl og snjóhús. Einn galli hefði þó verið á gjöf Njarðar; frímínúturnar hefðu verið alltof stuttar til að ljúka verkinu almennilega.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar