Ólafsfjörður - ný verslun

Helgi Jónsson

Ólafsfjörður - ný verslun

Kaupa Í körfu

Merkt tímamót urðu í verslunarrekstri í Ólafsfirði í vikunni. Á þriðjudag var Valbúð lokað og daginn eftir var Úrval opnað, sameiginleg verslun Valbúðar og Strax. Tvær matvöruverslanir hafa verið í Ólafsfirði í rúm 40 ár en nú er þar ein verslun. Úrval býður viðskiptavinum sínum upp á fjölmörg girnileg tilboð í tilefni opnunarinnar sem Ólafsfirðingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér. MYNDATEXTI: Hulda Þiðrandadóttir gaf sér tíma til að líta upp ásamt nokkrum viðskiptavinum Úrvals, Ingibjörg Antonsdóttir og barnabörn hennar Kristófer Númi og Anna Dís Hlynsbörn. Morgunblaðið/Helgi Jónsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar