Bruni í landi Ölkeldu

Alfons Finnsson

Bruni í landi Ölkeldu

Kaupa Í körfu

Héldu eldinum niðri með haugsugu ELDUR kviknaði í gömlu sumarhúsi í landi Ölkeldu austan við Staðará í Staðarsveit og var tilkynnt um eldinn um níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi kviknaði í út frá gasísskáp sem verið var að tengja. Töluvert af fólki var í húsinu og komust allir út af sjálfsdáðum. Bændur í nágrenninu hófu slökkvistarf og dældu vatni úr nærliggjandi á með haugsugu sem er notuð til að dreifa mykju. Þeir náðu að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins þar til slökkvilið frá Ólafsvík kom á staðinn. Enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar