Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramikhönnuður
Kaupa Í körfu
STÚDÍÓ SUBBA er ekki nándar nærri eins subbulegur staður og nafnið gefur tilefni til að ætla. Þvert á móti er hér um að ræða notalegt keramikverkstæði í Kópavoginum á vegum Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur og þótt hún standi þar upp fyrir haus í leirleðju daginn út og inn, hefur henni tekist að halda vinnustofu sinni ótrúlega hreinlegri þrátt fyrir allt drullumallið. Að undanförnu hefur verið óvenjumikið að gera á vinnustofunni hjá Kristínu Sigfríði enda er hún að undirbúa þátttöku sína í samsýningu íslenskra hönnuða, sem haldin verður í Samnorræna húsinu í Berlín og verður opnuð 30. janúar næstkomandi. "Ég verð að sjálfsögðu við opnun sýningarinnar enda er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn og hönnuði að koma sér á framfæri erlendis," sagði Kristín Sigfríður og bætti því við að fyrirhugað væri að fara með sýninguna víðar, til dæmis til Mílanó á Ítalíu. Myndatexti: Listakonunni finnst gaman að fást við hluti sem tengjast daglegri notkun Studíó Subba / Kristín Garðarsdóttir
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir