Janusverkefnið

Janusverkefnið

Kaupa Í körfu

HJÁ Janusi endurhæfingu ríkir frumkvöðlaandi. Iðjuþjálfinn Kristín Siggeirsdóttir er verkefnastjóri en hjá henni vaknaði hugmyndin að nýju úrræði í atvinnuendurhæfingu sem tengir saman mennta- og heilbrigðiskerfið. Markmiðið er að aðstoða fólk við að komast aftur út í atvinnulífið. Það hefur lengi verið þörf á atvinnuendurhæfingu hér á landi og Kristín benti á það um miðjan tíunda áratuginn. Lífeyrissjóðir og Tryggingastofnun tóku undir og Kristín setti fram hugmynd að Janus endurhæfingu á árunum 1994-1995. Árið 1999 veitti heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið styrk til verkefnisins og það var sett á fót sem tilraunaverkefni. myndatexti: Hluti starfsfólks Janusar í heimilislegu umhverfinu í Vörðuskóla. Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi, Guðrún Áslaug Einarsdóttir, guðfræðingur og iðjuþjálfi, Kristín Siggeirsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir iðjuþjálfi og Ingibjörg Valsdóttir sjúkraþjálfari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar