Árni Johnsen

Sverrir Vilhelmsson

Árni Johnsen

Kaupa Í körfu

VERJANDI Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns, telur skjólstæðing sinn eiga sér miklar málsbætur fyrir Hæstarétti, þar sem mál ríkissaksóknara gegn honum var flutt í gær. Krafðist verjandinn, Björgvin Þorsteinsson hrl., sýknu í sex ákæruatriðum af 18, sem Árni var sakfelldur af í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí sl. og staðfestingar á sýknu af 9 ákæruatriðum. Í héraðsdómi hlaut hann 15 mánaða fangelsisdóm og var dómnum áfrýjað af ákærða og ennfremur af ríkissaksóknara, sem krefst refsiþyngingar yfir ákærða og sakfellingar af þeim ákæruatriðum sem hann var sýknaður af. Fjórir meðákærðir voru sýknaðir í héraðsdómi, krefst ákæruvaldið sakfellingar yfir þeim í Hæstarétti. myndatexti : Björgvin Þorsteinsson hrl., verjandi Árna, sagði skjólstæðing sinn þegar hafa tekið út mikla refsingu vegna málsins. Árni hefði orðið fyrir alvarlegum stöðumissi, hann þjáðist af streitu og hefði fengið hótanir í síma. Mál Árna Johnsen tekið fyrir í Hæstarétti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar