Rakstur

Sverrir Vilhelmsson

Rakstur

Kaupa Í körfu

RAKSTUR er þriðja verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem sýnt er í íslensku leikhúsi; hin eru Fjögur hjörtu, sem sýnt var í Loftkastalanum 1997, og leikgerð af skáldsögu hans Sniglaveislunni var sýnd á Akureyri 2001. Öll eiga þessi verk það sameiginlegt að snúast um samskipti fárra persóna innan afmarkaðs rýmis (stofudrama) og lýsa má aðferð höfundar sem sálfræðilegu raunsæi. Ólafur Jóhann reiðir sig á haganlega gerða fléttu, persónulýsingar og vel byggð samtöl, en gerir hvorki tilraunir með form né tungumál í leikverkum sínum. Og það verður að segjast eins og er að yfir verkum hans svífur einhver andi fortíðar, jafnvel fortíðarþrár, og sker Ólafur Jóhann sig mjög úr hópi íslenskra höfunda af sömu kynslóð hvað þetta varðar. myndatexti: Verkið er ágætlega skrifað en ekki tilþrifamikið," segir meðal annars í dómnum. Þjóðleikhúsið litla svið. Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar