Boginn á Akureyri vígður

Kristján Kristjánsson

Boginn á Akureyri vígður

Kaupa Í körfu

Boginn, fjölnota íþróttahús, tekinn í notkun Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri í Mývatnssveit og fyrrverandi leikmaður með ÍBA, sameiginlegu liði íþróttafélaganna KA og Þórs á Akureyri, kom færandi hendi í vígslu Bogans, nýs fjölnota íþróttahúss nú um helgina. Hafði hann í farteskinu treyju nr. 9, sem hann hafði leikið í síðasta leik ÍBA, haustið 1974, en liðið lék þá gegn Víkingi og fór leikurinn fram í Keflavík. Þetta var mikilvægur leikur fyrir liðin, en í húfi var sæti í efstu deild. Leikurinn fór 3:1 fyrir Víking og þar með féll ÍBA úr deildinni en í kjölfarið var ákveðið að hvort lið um sig myndi senda sitt eigið knattspyrnulið til leiks í annarri deildinni sumarið á eftir. Þess má geta að það var Sigbjörn sjálfur sem skoraði eina mark ÍBA - með skalla. MYNDATEXTI: Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans, sigraði með glæsibrag í vítaspyrnukeppni milli oddvita flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar en í markinu stóð Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar