Kvíaborgir

Líney Sigurðardóttir

Kvíaborgir

Kaupa Í körfu

Þegar ekið er um veginn yfir Öxarfjarðarheiði dettur fólki síst í hug að inni á heiðinni leynist stórbrotið landslag; hraunhellar og drangar. Útivistarfólk frá Þórshafnar- og Svalbarðshreppi nýtti síðasta snjólausa daginn, 11. janúar sl., til hellaskoðunar og göngu um svokallaðar Kvíaborgir, hraunsvæði úr Rauðhólagosi, en þar minnir landslagið helst á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Ekið var á fjórum jeppum eftir veginum yfir Öxarfjarðarheiði, sem var ágætlega fær og hefur verið það í nær allan vetur. Í venjulegu árferði fer þarna allt á bólakaf í snjó strax á haustin og vegurinn ófær þar til komið er fram á sumar. Á miðri heiðinni var farið af veginum inn á vegarslóða og ökumenn veltu fyrir sér hvernig Ormarsáin væri yfirferðar en nokkuð bratt er að henni á báða vegu. MYNDATEXTI: Óli Ægir Þorsteinsson situr þungt hugsi á hlóðunum í gamla Hrauntangaeldhúsinu og starir á gömlu Scandia-kolavélina. Hún er nr. 35 frá árinu 1935, sögðu karlmennirnir áhugasamir. Þeim þótti til um hve notalegt það hefði verið fyrir kvenfólkið að hafa svo lítið og þægilegt eldhús að ekki þyrfti nema rétt að snúa sér við frá eldavélinni yfir að hlóðunum. Kvenfólkið velti fyrir sér hvort þeir sýndu eldavélunum heima hjá sér sama áhuga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar