Kvíaborgir

Líney Sigurðardóttir

Kvíaborgir

Kaupa Í körfu

Þegar ekið er um veginn yfir Öxarfjarðarheiði dettur fólki síst í hug að inni á heiðinni leynist stórbrotið landslag; hraunhellar og drangar. Útivistarfólk frá Þórshafnar- og Svalbarðshreppi nýtti síðasta snjólausa daginn, 11. janúar sl., til hellaskoðunar og göngu um svokallaðar Kvíaborgir, hraunsvæði úr Rauðhólagosi, en þar minnir landslagið helst á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Ekið var á fjórum jeppum eftir veginum yfir Öxarfjarðarheiði, sem var ágætlega fær og hefur verið það í nær allan vetur. Í venjulegu árferði fer þarna allt á bólakaf í snjó strax á haustin og vegurinn ófær þar til komið er fram á sumar. Á miðri heiðinni var farið af veginum inn á vegarslóða og ökumenn veltu fyrir sér hvernig Ormarsáin væri yfirferðar en nokkuð bratt er að henni á báða vegu. MYNDATEXTI: Nútímafólkið á hraðferð frá Hrauntanga, gamla kolavélin kúrir ein eftir í tóttunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar