Þjóðleikhúsið leikritið Veislan

Þorkell Þorkelsson

Þjóðleikhúsið leikritið Veislan

Kaupa Í körfu

Arnar Jónsson leikari fagnaði sextugsafmæli sínu í gær og lék um kvöldið í Veislunni á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, en leikritiðfjallar einmitt um sextugsafmæli sögupersónunnar, Helga Klingenfeldt-Hansen. "Einhverjum fannst það sniðug hugmynd að skella afmælum okkar Helga ræfilsins saman," sagði Arnar þegar leikhúsgestir klöppuðu honum lof í lófa að lokinni sýningu. Myndatexti: Arnari var klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Hér er hann ásamt Ingu Maríu Valdimarsdóttur, Hilmi Snæ Guðnasyni og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem leika með honum í Veislunni. Áhorfendur sungu afmælissönginn fyrir afmælisbarnið og hrópuðu fyrir honum ferfalt húrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar