Karl Sigurbjörnsson vísiterar Flateyjarkirkju

Karl Sigurbjörnsson vísiterar Flateyjarkirkju

Kaupa Í körfu

Á þokkalegum síðsumardegi síðasta laugardag var fjölmenni úti í Flatey á Skjálfanda. Þar lögðu að bryggju tveir hvalaskoðunarbátar Norðursiglingar, seglskipið Haukur þar sem um borð voru mestan partinn Mývetningar í skemmti og fræðsluferð og vélskipið Náttfari þar sem um borð var biskup Íslands með fríðu föruneyti. Fyrir var í eynni allmargt af "heimamönnum" sem beið komu biskupsins sem kominn var til að vísitera Flateyjarkirkju þó eiginlegur söfnuður hafi ekki verið í eyjunni síðan 1968. Afkomendur þeirra sem síðast bjuggu í eynni sína kirkju sinni ræktarsemi og er hún í ágætu standi þó komin sé á annað árhundrað og hafi ferðast meir en vanalegt er með kirkjur. MYNDATEXTI: Karl Sigurbjörnsson biskup og Kristín Guðjónsdóttir, eiginkona hans, ganga í land í Flatey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar