Sundlaugarslys á Tálknafirði

Finnur Pétursson

Sundlaugarslys á Tálknafirði

Kaupa Í körfu

Stiginn í sundlauginni á Tálknafirði, sem 10 ára drengur festist í á fimmtudag svo lá við drukknun, var fjarlægður úr lauginni í gær að lokinni skoðun fulltrúa Vinnueftirlitsins. Til stendur að gera á honum endurbætur og setja hann aftur upp að því loknu. Þrepin í stiganum, sem eru úr rörum, þykja of sleip og á að breyta stiganum til samræmis við annan stiga í lauginni sem er með sléttum þrepum. MYNDATEXTI. Stiginn í sundlauginni á Tálknafirði er talinn sleipur og hættulegur. Hann var fjarlægður eftir að Vinnueftirlitið skoðaði hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar