HM í Portúgal

Morgunblaðið RAX

HM í Portúgal

Kaupa Í körfu

Wojtek Nowinski aðstoðarlandsliðsþjálfari Pólverja og þjálfari U-21 árs landsliðs Póllands sagði við Morgunblaðið í gær að Pólverjar mættu til leiks í dag á móti Íslendingum óhræddir og tapleikurinn á móti Íslendingum á æfingamótinu í Danmörku fyrr í þessum mánuði væri ekki sá munur sem væri á liðunum. Hann sagði að Ólafur Stefánsson væri sá leikmaður sem Pólverjar óttuðust mest en ekki stæði samt til að taka hann úr umferð. Myndatexti: Patrekur Jóhannesson og Ólafur Stefánsson leiðast og eru samstiga í gær á ströndinni við bæinn Caminha, þar sem þeir mæta Pólverjum í milliriðlinum á HM dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar