Dagbók ljósmyndara - Hljóðfæraleikur

Morgunblaðið RAX

Dagbók ljósmyndara - Hljóðfæraleikur

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er margt skondið í lífinu. Þessir hljóðfæraleikarar gengu um götur bæjarins Caminha og æfðu sig fyrir leikinn milli Íslands og Póllands. Takturinn var sleginn fyrir sekkjapípuleikarann og ég beið eftir því að hann fengi trommukjuðann í hausinn frá steinrunnum trommuleikaranum. Blásarinn brá sér hinsvegar snilldarlega undan högginu á síðustu stundu í hvert skipti sem trommarinn rétti úr hendinni fyrir næsta takt. Caminha, Portúgal 29. janúar 2003.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar