Ísland - Pólland 33-29

Morgunblaðið RAX

Ísland - Pólland 33-29

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR verða ekki neðar en í 8. sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þetta varð ljóst eftir torsóttan sigur á Pólverjum, 33:29, í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM í Caminha í Portúgal í gærkvöldi. Leikurinn í gær var fyrri úrslitaleikurinn hjá íslenska liðinu í milliriðlinum og það má með sanni segja að leikurinn á móti Spánverjum í kvöld flokkist undir það að verða einn af mikilvægustu leikjum Íslendinga frá upphafi en með sigri í þeim leik tryggja þér keppnisrétt um verðlaun á mótinu myndatexti: Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, lék sinn langbesta leik í langan tíma og hélt liði sínu á floti með mörkum í öllum regnbogans litum og línusendingum sem gáfu mörk. Hér skorar hann eitt af níu mörkum sínum. Dagur og samherjar mæta Spánverjum í kvöld í Caminha.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar