Alfreð Gíslason

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Alfreð Gíslason

Kaupa Í körfu

ALFREÐ Gíslaon, þjálfari Evrópumeistara Magdeburg, var á meðal áhorfenda á leik Íslendinga og Pólverja í Caminha í gær. Alfreð hafði ríka ástæðu til að mæta á leikinn enda að fylgjast með lærisveinum sínum - Ólafi Stefánssyni og Sigfúsi Sigurðssyni ásamt Grzegorz Tkaczyk en þessi 23 ára gamli Pólverji, sem leikur undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg, gerði Íslendingum heldur betur skráveifu í leiknum og skoraði níu mörk, þar af sjö í fyrri. myndatexti: Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, var á meðal áhorfenda í Caminha.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar