Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvödd

Jim Smart

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvödd

Kaupa Í körfu

Samherjar og pólitískir andstæðingar þökkuðu Ingibjörgu samstarfið við starfslok hennar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat sinn síðasta borgarstjórnarfund sem borgarstjóri í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær en á mánudag tekur Þórólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Tals, við stjórnartaumunum í ráðhúsinu. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, færði Ingibjörgu Sólrúnu málverk eftir Georg Guðna að loknum fundi sem þakklætisvott fyrir störf hennar í þágu borgarinnar. Þökkuðu borgarfulltrúar, jafnt samherjar sem andstæðingar í stjórnmálum, Ingibjörgu fyrir störf hennar sem borgarstjóra, en hún mun áfram sitja sem borgarfulltrúi. MYNDATEXTI: Að loknum borgarstjórnarfundi skáluðu borgarfulltrúar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og þökkuðu henni samstarfið síðustu níu ár. Hér er hún ásamt Helgu Jónsdóttur borgarritara og borgarfulltrúunum Stefáni Jóni Hafstein, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Alfreð Þorsteinssyni og Björk Vilhelmsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar