Brian Police
Kaupa Í körfu
Tónlistarverðlaun Radio X og Undirtóna afhent í gær Loftkastalinn var sneisafullur af aðdáendum jaðarvænnar tónlistar í gær; rapp-, raf- og rokkaðdáendur hylltu sitt fólk þegar afhending tónlistarverðlauna Radio X og Undirtóna fór fram í fyrsta skipti. Markmiðið með verðlaununum er að styðja hressilega við bakið á svokallaðri jaðartónlist, tónlist sem mikil gróska hefur verið í að undanförnu að mati aðstandenda. Þeir sem fram komu á hátíðinni voru Brain police, Singapore Sling og Call him mr. Kid, Vínyll, Sigurjón Kjartansson, Ensími ásamt Rottweiler og Botnleðja. Kynnir var Einar Örn Benediktsson og afhentu ýmsir boðberar fagnaðarerindisins verðlaunin, t.a.m. Frosti Logason af X-inu, Ísar Logi frá Undirtónum, Árni Matt. frá Morgunblaðinu og Robbi Kronik, rapphundur með meiru. MYNDATEXTI: Bjartasta vonin var valin hljómsveitin Brain Police en sveitin lét ekki þar við sitja heldur hampaði einnig verðlaunum fyrir lag ársins og söngvara ársins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir