Magnús Skúlason

Magnús Skúlason

Kaupa Í körfu

J. Christopher Perry kynnir hugmyndir um viðtalsmeðferð Námstefna um sálfræðileg málefni sem nefnist "Viðtalsmeðferð - varnarhættir" verður haldin á Grand Hóteli dagana 6.-8. febrúar. J. Christopher Perry, prófessor við McGill University í Montreal í Kanada, kynnir þar kenningar sínar og aðferðir á sviði viðtalsmeðferðar. Námstefnan er ætluð fagfólki og meðferðaraðilum á geðheilbrigðissviði og fer fram í fyrirlestrum og æfingum þátttakenda. Magnús Skúlason, yfirlæknir á réttargeðdeildinni og talsmaður undirbúningsnefndar fyrir námskeiðið, segir Perry mikils metinn fræðimann og þekktan meðal fagfólks. MYNDATEXTI: Magnús Skúlason

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar