Tókýó

Einar Falur Ingólfsson

Tókýó

Kaupa Í körfu

milljónir manna á stór-Tókýósvæðinu. Samt er ekki hægt að komast hjá því að velta fyrir sér hvert allt þetta fólk á götunum sé að fara. Endalaus straumur fólks að flýta sér. Karlar í jakkafötum, konur í kápum. Jarðlitir ríkjandi og margnotuð mauralíkingin kemur upp í hugann þar sem fólkið stikar áfram eftir götum milli skýjakljúfa. Sumir segja þetta framtíðarborgina og víst er hún eins og vegvísir inn í óvissa tíma, með öll þessi framúrstefnulegu póst-módernísku háhýsi, leigubíla sem aka eftir GPS-tækjum og risastórum sjónvarpsskjám sem sýna áfangastaði ferðamanna, fréttir og auglýsingar og hanga utan á byggingunum fyrir ofan höfuð fólksins sem virðist alls ekki gefa sér tíma til að líta upp og horfa. Horft yfirTókýó, Japan. Háhýsi, stórborg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar