Eggert Þorfinnsson

Garðar Páll Vignisson

Eggert Þorfinnsson

Kaupa Í körfu

FREMUR treg loðnuveiði var á miðunum út af Austfjörðum í fyrrinótt. Nokkrir bátar voru á landleið þar sem spáð var brælu. Sveinn Benediktsson SU var á leið til Reyðarfjarðar með rúm 700 tonn og þar af var búið að frysta 130 tonn um borð, en restin fer í bræðslu á Reyðarfirði. Gullberg VE var á leið til Færeyja með loðnuafla og er það annað skipið sem landar þar frá áramótum. Betra verð fæst fyrir loðnuna í Færeyjum en hér á landi og munar um einni krónu á hvert kíló. Oddeyrin EA kom með fyrstu loðnuna á vertíðinni til Grindavíkur, í fyrradag; um 700 tonn sem öll fóru í bræðslu. Oddeyrin skilaði á síðasta ári mestum afla til Grindavíkur eða 24.000 tonnum. Eggert Þorfinnsson, skipstjóri Oddeyrarinnar, sagði loðnuna erfiða og mörg köst hefði þurft til að ná tonnunum 700. Eggert fékk afhentar blómakörfur upp í brú þegar skipið hafði lagst að bryggju. Enginn myndatexti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar