Eldur í ketilhúsi Fiskiðjunnar

Gunnar Kristjánsson

Eldur í ketilhúsi Fiskiðjunnar

Kaupa Í körfu

ELDUR kom upp í húsi sem er áfast húsnæði Fiskiðjunnar Skagfirðings í Grundarfirði í gærmorgun. Vinnsla var í gangi þegar einn starfsmanna fann reykjarlykt er átti uptök sín í skúr sem geymir gufuketil frystihússins. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn sem kraumaði í þaki skúrsins í kringum ketilstrompinn. ENGINN MYNDATEXTI. (Eldur í ketilhúsi Fiskiðjunnar Grundarfjörður Rétt fyrir kl. 9 í morgun kom upp eldur í húsi sem áfast er við húsnæði Fiskiðjunnar Skagfirðings í Grundarfirði. Vinnsla var í gangi þegar einn starfsmanna fann reykjalykt er átti uptök sín í skúr sem geymir gufuketil frystihússins. Slökkviliðið kom fljótt á vetvang og slökti eldinn sem kraumaði í þaki skúrsins í kringum ketilstrompinn. Rjúfa varð þakið til að kæfa allan eld en aðrar skemmdir voru óverulegar. Skúrinn er alveg sjálfstæð eining þannig að engra áhrifa gætir við vinnsluna sem þarna fer fram. Vinnsla hefði hinsvegar stöðvast hefði ketillinn sjálfur skemmst að sögn Árna Halldórssonar rekstrarstjóra.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar