Íslensku Bókmentaverðlaunin - tilnefningar

Halldór Kolbeins

Íslensku Bókmentaverðlaunin - tilnefningar

Kaupa Í körfu

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fóru fram í NASA við Austurvöll í gærkvöld. Tilnefndar voru fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm bækur úr flokki fagurbókmennta. Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, útgefandi Mál og menning. Leiðin til Rómar eftir Pétur Gunnarsson, útgefandi Mál og menning. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason, útgefandi Mál og menning. Samúel eftir Mikael Torfason, útgefandi JPV-útgáfa. Sveigur eftir Thor Vilhjálmsson, útgefandi Mál og menning. Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru tilnefndar Dulin veröld eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson, útgefandi Mál og mynd. Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, útgefandi Sögufélag. Landneminn mikli eftir Viðar Hreinsson, útgefandi Bjartur. Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur, útgefandi Mál og menning. Þingvallavatn, ritstjórar Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, útgefandi Mál og menning. MYNDATEXTI: Höfundar bókanna sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Höfundar bókanna sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar