Séra Sveinn Valgeirsson

Finnur Pétursson

Séra Sveinn Valgeirsson

Kaupa Í körfu

Presturinn vann fimm milljónir SVEINN Valgeirsson, sóknarprestur á Tálknafirði, varð fyrstur manna til að vinna fimm milljónir króna í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 en í fyrrakvöld náði hann að svara fimmtándu og síðustu spurningunni í þættinum rétt. Spurningin var: Af hvaða ættkvísl fugla er skúmurinn? Möguleikarnir voru a) kjóaætt, b) svartfuglaætt, c) máfaætt og d) skarfaætt. Er hið rétta að skúmurinn er af kjóaætt. Sveinn er fæddur 1966 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1995. Eftir að hann lauk prófi réðst hann sem sóknarprestur vestur á Tálknafjörð og hefur þjónað þar síðan. Á myndinni er lukkuleg fjölskyldan, frá vinstri: Ragnar Sveinsson, Ásdís Elín Auðunardóttir, Sigurgeir Sveinsson og Sveinn Valgeirsson sóknarprestur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar