Framsóknarkonur - Jafnréttisnefnd

Framsóknarkonur - Jafnréttisnefnd

Kaupa Í körfu

JAFNRÉTTISNEFND Framsóknarflokks í samvinnu við Landssamband framsóknarkvenna (LFK) stóð á mánudag fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu með yfirskriftinni: Hleypa konur körlum inn? Fyrrnefndir aðilar vildu með ráðstefnunni benda á mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar settu sér jafnréttisáætlanir og að mikilvægt sé að nýta hugmyndafræði samþættingar í flokksstarfi. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um möguleika karla til þess að sinna fjölskyldu og heimilisstörfum og samþættingu fjölskyldulífs og atvinnulífs. MYNDATEXTI: Ingólfur V. Gíslason flytur erindi sitt. Una María Óskarsdóttir fylgist með. (Norrænahúsið - Framsóknarkonur funda um konur og karla)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar