Stjarnan - ÍBV 20:20

Sverrir Vilhelmsson

Stjarnan - ÍBV 20:20

Kaupa Í körfu

Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, veltir fyrir sér bikarrimmum UNDANÚRSLITIN í bikarkeppni kvenna fara fram í kvöld og ef marka má fyrri viðureignir liðanna sem þar mætast er útlit fyrir hörkuspennandi leiki. ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum kl. 19.30 og hálftíma síðar hefst Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka í Kaplakrika. MYNDATEXTI: Birgit Engl, austurríska landsliðskonan í liði ÍBV, í dauðafæri í leiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. Ingibjörg Jónsdóttir úr ÍBV og Kristín Steinarsdóttir úr Stjörnunni fylgjast með. Liðin mætast aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvöld. (Topplið ÍBV í 1. deild kvenna í handknattleik náði jafntefli gegn Stjörnunni, 20:20, á ævintýralegan hátt í Garðabænum í dag. Stjarnan var yfir, 20:17, þegar ein mínúta var til leiksloka en Eyjakonur náðu að skora þrívegis á síðustu mínútunni og jafna metin. Anna Yakova skoraði jöfnunarmarkið úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar