Borgarnes

Theodór Þórðarson

Borgarnes

Kaupa Í körfu

Iðnaðarhverfið við þjóðveg 1, rétt fyrir ofan Borgarnes. Næst á myndinni er iðnaðarhverfið við Sólbakka og í framhaldi af honum er efra Sólbakkasvæðið. Í framhaldi af því kemur síðan Vallarás þar sem gert er ráð fyrir hreinni iðnaði eða matvælaiðnaði. Efst á myndinni með bláu þaki sést nýtt hús Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Vinstra megin við Vallarás er Kárastaðaflugvöllur í hvarfi. Á túnunum fremst á myndinni hyggst KB Borgarnesi reisa nýbyggingu sem mun hýsa nýja byggingarvörudeild KB á mótum Snæfellsvegar og þjóðvegar 1. Á myndinni sést að nýhafnar eru framkvæmdir við hringtorg við gatnamótin á Snæfellsvegi, á vegum Borgarverks hf. í Borgarnesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar