Ferðamenn í frosti

Morgunblaðið RAX

Ferðamenn í frosti

Kaupa Í körfu

FERÐAMENN frá meginlandi Evrópu sækja Ísland í auknum mæli heim á sama tíma og þeir hafa dregið úr ferðalögum til flestra annarra staða í heiminum, að sögn Hauks Birgissonar, sem veitir skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt í Þýskalandi forstöðu. Hann segir að áhugi Þjóðverja, Frakka og annarra íbúa meginlandsins fyrir því að ferðast á norðlægar slóðir fari vaxandi. Þetta megi að hluta rekja til óvissunnar í alþjóðamálunum. Það sé hins vegar ríkt í íbúum þessa svæðis að ferðast, og því hafi óvissan skapað tækifæri fyrir Íslendinga myndatexti: Áhugi Þjóðverja, Frakka og annarra íbúa meginlands Evrópu fyrir því að ferðast á norðlægar slóðir fer vaxandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar