Spánn - Króatía 31:34

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Spánn - Króatía 31:34

Kaupa Í körfu

Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson stóðust prófið á HM í Portúgal "VIÐ settum okkur markmið fyrir fjórum árum þegar við hófum að dæma saman. Þeim markmiðum höfum við nú náð og höfum settstefnuna á að dæma á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004," sagði Gunnar Viðarsson handknattleiksdómari í gær en hann stóð í ströngu á Heimsmeistaramótinu í Portúgal ásamt félaga sínum, Stefáni Arnaldssyni. Gunnar og Stefán fengu prýðiseinkunnir fyrir frammistöðu sína í Portúgal og taldi Gunnar að framundan væru spennandi tímar hjá þeim sem dómarapari. MYNDATEXTI: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson fyrir leik Króatíu og Spánar í undanúrslitum HM sem þeir dæmdu óaðfinnanlega. Á litlu myndunum má sjá þá félaga að störfum í leiknum sem var tvíframlengdur - Stefán til vinstri, Gunnar til hægri. (aðrar myndir - þessi er t.h.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar