Íþróttamaður ársins í Bolungarvík 2000

Gunnar Hallsson

Íþróttamaður ársins í Bolungarvík 2000

Kaupa Í körfu

Kylfingur íþróttamaður ársins í Bolungarvík Bolungarvík- Hjörleifur Guðfinnsson kylfingur var kjörinn íþróttamaður ársins í Bolungarvík í árlegu hófi sem íþróttaráð Bolungarvíkur efndi til um sl. helgi. Þá voru einnig tólf einstaklingum veittar viðurkenningar fyrir ástundun og afrek í hinum ýmsu íþróttagreinum, og fyrirtæki og einstaklingum voru veittar viðurkenningar fyrir veittan stuðning til íþróttamála í Bolungarvík. Hjörleifur Guðfinnsson, íþróttamaður ársins 1999 í Bolungarvík, er 45 ára borinn og barnfæddur Bolvíkingur. Hann hefur ávallt verið mjög virkur íþróttamaður, var m.a. mjög liðtækur í knattspyrnu og lék með knattspyrnuliði UMFB í gegnum alla flokka, en á seinni árum hefur Hjörleifur helgað sig golfíþróttinni. Hann hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Bolungarvíkur nánast frá stofnun hans og hin síðari ár hefur hann stundað íþrótt sína nána MYNDATEXTI: Ólafur Kristinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, afhenti Hjörleifi Guðfinnssyni bikarinn fyrir nafnbótina íþróttamaður ársins 1999.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar