Útgáfutónleikar

Halldór Sveinbjörnsson

Útgáfutónleikar

Kaupa Í körfu

Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Ólafur Kristjánsson, gefur út geisladisk. Það var gríðarleg stemmning í þéttsetnu samkomuhúsinu Víkurbæ á útgáfutónleikum Ólafs Kristjánssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur og tónlistarmanns er hann kynnti nýútkominn hljómdisk sem ber nafnið Gamlar minningar, en á honum leikur Ólafur þekkta djassstandarda á píanó með aðstoð Bjarna Sveinbjörnssonar á bassa og Péturs Grétarssonar á trommum. Þar að auki ljær dóttir Ólafs, Edda Borg, tveimur lögum söngrödd sína. Gestur tónleikanna var hinn kunni djassgítarleikari Björn Thoroddsen.Myndatexti: Þeir voru góðir saman, stórdjassararnir Ólafur Kristjánsson og Björn Thoroddsen. Fólk í fréttum - bt. Skarphéðins Sent fyrir Gunnar Hallsson í Bolungarvík Myndir af Ólafi Kristjánssyni á útgáfutónleikum sínum Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar