ÍBV - Stjarnan 20:20

Sverrir Vilhelmsson

ÍBV - Stjarnan 20:20

Kaupa Í körfu

Kvennalið ÍBV vann ótrúlega auðveldan sigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöld í Vestmannaeyjum, 25:17. Það verða því tvö efstu lið deildarinnar, ÍBV og Haukar, sem munu mætast í úrslitum bikarsins 22. febrúar nk. þar sem ÍBV mun verja bikarmeistaratitilinn. Það voru um 700 áhorfendur sem fylgdust með leiknum og var þó nokkuð af stuðningsmönnum Stjörnunnar þeirra á meðal og létu vel í sér heyra. Það gerðu Eyjamenn einnig og myndaðist gríðarleg stemmning í húsinu. MYNDATEXTI: Alla Gorkorian var atkvæðamest í liði ÍBV í gær og hér skorar hún gegn Stjörnunni um sl. helgi í Garðabæ, þar sem Guðríður Vilhjálmsdóttir, Stjörnunni, kemur engum vörnum við. (Topplið ÍBV í 1. deild kvenna í handknattleik náði jafntefli gegn Stjörnunni, 20:20, á ævintýralegan hátt í Garðabænum í dag. Stjarnan var yfir, 20:17, þegar ein mínúta var til leiksloka en Eyjakonur náðu að skora þrívegis á síðustu mínútunni og jafna metin. Anna Yakova skoraði jöfnunarmarkið úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar