ÍR : HK 29-24

ÍR : HK 29-24

Kaupa Í körfu

SEINT verður vörn ÍR talin með þeim stærri í deildinni en þegar saman kemur gífurleg barátta, vel útfærð vörn og síðan frábær markvarsla þarf ekki meira til eins og HK fékk að kenna á í heimsókn sinni í Breiðholtið í gærkvöldi. Breiðhyltingar lásu sóknarleik HK-manna, leyfðu skyttum þeirra aldrei að koma sér í stellingar og brutu þannig á bak aftur alla yfivegun í leik gestanna. Eftirleikurinn var því auðveldur, 29:24 sigur sem tryggir annað sæti deildarinnar en HK missti þriðja til Hauka. myndatexti: Línumaður ÍR, Fannar Þorbjörnsson, reyndi allt hvað hann gat til að komast í gegnum vörn HK.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar