Jón Oddur og Jón Bjarni
Kaupa Í körfu
Fimmtugasta og síðasta sýningin á barnaleikritinu Jón Oddur og Jón Bjarni fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Um var að ræða sérstaka hátíðarsýningu í tilefni þess að Átak, félag fólks með þroskahömlun og fleiri aðilar standa í ár að sérstakri listahátíð fatlaðra í tilefni af Evrópuári fatlaðra 2003. Á hátíðinni, sem nær hápunkti sínum nk. haust, verða ýmsir viðburðir á dagskrá þar sem áhersla er lögð á að sýna listsköpun fólks með þroskahömlun. Tvær litlar stúlkur, Arna Dís og Glódís Erla Ólafsdætur, 4 ára, sem hafa skipst á að fara með hlutverk Selmu í leikritinu, fengu af þessu tilefni hlýjar kveðjur frá höfundi verksins, Guðrúnu Helgadóttur, og frá fulltrúa Átaks að lokinni sýningu í gær. Myndatexti: Jón Oddur og Jón Bjarni (f.h.), Benedikt Clausen og Sigurbjartur S. Atlason, ásamt Glódísi og Örnu Dís.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir