Jón Oddur og Jón Bjarni

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Jón Oddur og Jón Bjarni

Kaupa Í körfu

Fimmtugasta og síðasta sýningin á barnaleikritinu Jón Oddur og Jón Bjarni fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Um var að ræða sérstaka hátíðarsýningu í tilefni þess að Átak, félag fólks með þroskahömlun og fleiri aðilar standa í ár að sérstakri listahátíð fatlaðra í tilefni af Evrópuári fatlaðra 2003. Á hátíðinni, sem nær hápunkti sínum nk. haust, verða ýmsir viðburðir á dagskrá þar sem áhersla er lögð á að sýna listsköpun fólks með þroskahömlun. Tvær litlar stúlkur, Arna Dís og Glódís Erla Ólafsdætur, 4 ára, sem hafa skipst á að fara með hlutverk Selmu í leikritinu, fengu af þessu tilefni hlýjar kveðjur frá höfundi verksins, Guðrúnu Helgadóttur, og frá fulltrúa Átaks að lokinni sýningu í gær. Myndatexti: Jón Oddur og Jón Bjarni (f.h.), Benedikt Clausen og Sigurbjartur S. Atlason, ásamt Glódísi og Örnu Dís.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar