10 ára afmæli BioIce

10 ára afmæli BioIce

Kaupa Í körfu

GERÐUR hefur verið nýr samningur við Evrópusambandið um að það styrki vísindamenn til rannsókna við Rannsóknastöðina í Sandgerði. Veitir ESB liðlega 20 milljóna króna framlagi til þessa verkefnis næstu tvö árin. Búið er að flokka 4 milljónir botndýra í stöðinni og lýsa tugum nýrra dýrategunda. Rannsóknastöðin er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til mótttöku í stöðinni þar sem staða verkefnisins var kynnt. Starf í Rannsóknastöðinni í Sandgerði hófst síðla árs 1992 með því að verkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BioIce) var hrundið af stað. Það er unnið á vegum umhverfisráðuneytisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hafrannsóknastofnunar, Háskóla Íslands og Sandgerðisbæjar. Myndatexti: Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, færir Sólrúnu Sigurðardóttur blómvönd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar