Valur - Haukar 27:23

Þorkell Þorkelsson

Valur - Haukar 27:23

Kaupa Í körfu

Valur vann nokkuð óvæntan sigur á Haukum, 27:23, á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna á laugardaginn. Haukar féllu við þennan ósigur niður í þriðja sæti deildarinnar, eru nú stigi á eftir Stjörnunni en sex stigum á undan Valsstúlkum sem eru í fjórða sæti. Lykillinn að þessum sæta sigri Valsstúlkna var í markinu. Þar stóð Berglind Hansdóttir, en hún átti stórleik er hún varði 24 skot í leiknum. Myndatexti: Drífa Skúladóttir, leikmaður Vals, sækir að marki Hauka og skorar eitt af átta mörkum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar