Nýtt veiðivatn - Lundey - Húsavíkurhöfn

Hafþór Hreiðarsson

Nýtt veiðivatn - Lundey - Húsavíkurhöfn

Kaupa Í körfu

Nýtt veiðivatn þar sem áður var mýri Töluverðar breytingar af mannavöldum hafa orðið á landslaginu sunnan Húsavíkur að undanförnu. Til þess hefur verið notað affallsvatn frá Orkustöðinni sem tekin var í notkun sl. sumar. Þá um sumarið var gert baðlón ofan við þjóðveginn skammt frá Orkustöðinni. Hreinn Hjartarson veitustjóri segir að vatnið komi um 25 -26 gráða heitt í lónið sem varð strax vinsælt af bæjarbúum. MYNDATEXTI: Tilkoma vatnsins gefur ljósmyndaranum tækifæri til að mynda frá nýjum sjónarhornum. Hér má sjá nýja vatnið í forgrunni og í fjarska má sjá Lundey og vitann á Húsavíkurhöfða. mynd kom ekki. (yttvatn sendi hér tvær myndir með frétt sem ég sendi áðan. Sendandi Hafþór Hreiðarsson 4642030 Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson Blaðamaður Kolla )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar