Þakjárn losnaði af útihúsum í Mýrdalnum

Jónas Erlendsson

Þakjárn losnaði af útihúsum í Mýrdalnum

Kaupa Í körfu

Eitt allra versta veður það sem af er vetri gekk yfir landið í gær og olli víðtækum samgöngutruflunum og minniháttar eignatjóni sums staðar. Ekki urðu þó slys á fólki. ............. Nokkuð var um að fólk þyrfti á aðstoð björgunarsveita að halda í óveðrinu. Björgunarsveitarmönnum tókst að afstýra teljandi tjóni á bænum Brekkum í Mýrdal með því að festa niður þakplötur sem tóku að losna af útihúsum. Óttast var að plöturnar myndu alveg losna og fjúka á hús og hluti og valda skemmdum en svo fór þó ekki MYNDATEXTI: Björgunarsveitin Víkverji að störfum á bænum Brekkum 3 í Mýrdal þar sem þakplötur losnuðu af útihúsum í storminum sem gekk yfir í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar