Vetrarveiði í Mývatni

Morgunblaðið/BFH

Vetrarveiði í Mývatni

Kaupa Í körfu

Vetrarveiði hófst hér að venju 1. febrúar og fóru þá einhverjir strax "að vaka undir" en svo er það kallað að höggva vakir og koma neti milli þeirra. Smám saman fjölgar þeim sem vaka undir, því þótt veiði sé ekki mikil þá er ánægjan því meiri af sérstöku verki. Að fara á vatn til veiða hvort heldur er vetur eða sumar er engu líkt. Þegar tíðindamaður fór um vatnið á sunnudag var verið að vaka undir á tveim stöðum og á einum stað voru bændur að vitja um. Trúlega eru það um 15 bændur sem nýta sér vatnið í þessu skyni. MYNDATEXTI: Leifur Hallgrímsson í Vogum er hér með væna gálu í hendi. Ekki er það nú alveg það sem hann vildi helst sjá í netinu því gála er horaður hrygningarfiskur. Hallgrímur sonur hans fylgist álengdar með verklagi föður síns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar