Þóra Þórisdóttir hlaut Ullarvettlingana 2003

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Þóra Þórisdóttir hlaut Ullarvettlingana 2003

Kaupa Í körfu

Ullarvettlingarnir 2003, viðurkenning sem Myndlistarakademía Íslands veitir frjóhuga listamanni, féllu Þóru Þórisdóttir myndlistarmanni og framkvæmdastjóra gallerí@hlemmur.is í skaut. "Um verk Þóru ætla ég svo sem ekki að hafa mörg orð, en minni á innsetningu hennar í gallerí@hlemmur.is á síðasta ári, sem hún kallaði "Rauða tímabilið" og var um margt einstök á sýningarvettvangi síðasta árs. Þar mátti skynja þá þjáningu sem listamaðurinn gengur í gegnum; sjálfan fæðingarveginn og listsköpin þrykkt á pappír með því blóði sem rennur til lífs eða dauða. Forn og ný samlíðan hvers skapandi listamanns," sagði Benedikt Gestsson, formaður MAÍ, í ávarpi við afhendinguna. MYNDATEXTI: Benedikt Gestsson afhendir Þóru Þórisdóttur Ullarvettlingana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar