Nýr leikskóli í byggingu í Naustahverfi

Kristján Kristjánsson

Nýr leikskóli í byggingu í Naustahverfi

Kaupa Í körfu

Byggingarframkvæmdir hafnar í Naustahverfi Bygging nýs leikskóla við Hólmatún í Naustahverfi er hafin en þetta er jafnframt fyrsta byggingin sem rís í þessu nýjasta íbúðarhverfi Akureyringa og þykir það nokkuð óvanalegt. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar, sagði það vissulega skemmtilegt að leikskóli væri fyrsta byggingin í hverfinu og bæjaryfirvöld mættu vera ánægð með þá stefnu. Það er Hyrna ehf. sem byggir leikskólann en sérstök dómnefnd sem skipuð var til að fjalla um tillögur í alútboði leikskólans lagði til að tillaga fyrirtækisins yrði valin til frekari útfærslu MYNDATEXTI: Starfsmenn Hyrnu voru að koma glugga fyrir í steypumótum í nýjum leikskóla í Naustahverfi á Akureyri. Skólinn er um 700 fermetrar að stærð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar