Gaulverjabæjarkirkja

Valdimar Guðjónsson

Gaulverjabæjarkirkja

Kaupa Í körfu

HELGI Jasonarson, pípulagningameistari úr Reykjavík, færði Gaulverjabæjarkirkju myndarlega peningagjöf fyrir skömmu. Helgi færði kirkjunni að gjöf ávísun uppá 105.000 krónur. Hann var fæddur og uppalinn á Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi og hefur líkt og fleiri brottfluttir sterkar taugar til sinnar gömlu sóknarkirkju. Kirkjan hefur í gegnum árin átt sér marga velunnara sem hafa goldið henni gott til í gjöfum og áheitum. Kirkjunni er vel viðhaldið og síðast voru bílastæði lögð klæðningu fyrir tveimur árum og aðkoma endurbætt. Nokkrar skemmdir hafa komið í ljós eftir Suðurlandsskjálftana síðasta vor og eru viðgerðir nú á döfinni. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar