Kæliturn við Kröflu

Kæliturn við Kröflu

Kaupa Í körfu

Byljóttur sunnanstormar hafa barið á Mývetningum síðasta sólarhring svo sem flestum landsmönnum. Í roku sem gerði um kl. 8 í gærmorgun slitnaði upp stór strompur á kæliturni við Kröfluvirkjun. Strompurinn, sem er úr trefjaplasti, 8 metrar í þvermál og 5 metra hár, tættist í sundur. Einnig eyðilögðust þar stórir viftuspaðar og drifbúnaður þeirra. Ekki er að sjá að víðtækara tjón hafi orðið og engin slys urðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar