Evróvisjónkeppni RÚV

Evróvisjónkeppni RÚV

Kaupa Í körfu

Botnleðja hugsar sér til hreyfings HAFNFIRSKA rokksveitin Botnleðja vakti verðskuldaða athygli í afstaðinni forkeppni fyrir Evróvisjónkeppnina í Riga. Ekki er hægt að segja að framlag Botnleðjunga geti fallið undir viðteknar hugmyndir um snið Evróvisjónlaga en þannig blésu nú vindarnir í ár, kannski vegna helst til mikils Evróvisjónþurrks, en Ísland tók ekki þátt í fyrra sem kunnugt er. Þannig átti Heiða t.d. öðruvísi og einkar fallegt lag, Eivör Pálsdóttir flutti undurljúfa, lágstemmda stemmu og læknirinn Páll Torfi snaraði inn rómanskri stemmu. Hrátt og kröftugt rokk Botnleðju skilaði þeim hins vegar alla leið upp í annað sætið. MYNDATEXTI: Strákarnir skrýddust þjóðbúningnum á sviðinu í Háskólabíói.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar