Fjöruferð

Fjöruferð

Kaupa Í körfu

Börnin á leikskólanum Ægisborg voru í gær í vettvangsferð í fjörunni á Ægisíðu til að leita sér efnis í listaverk. Börnin, sem eru á þriðja ári, taka með sér þang, þara og steina úr fjörunni, fara með það á leikskólann og ákveða sjálf hvernig listaverk þau búa til úr efninu. Börnin fara einnig í fjöruna til að hlusta á tónlistina í umhverfinu og finna hinn ferska sjávarilm. Vettvangsferð sem þessi er fastur liður í dagskrá leikskólans enda börnin afar áhugasöm. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar