Krossanes - Dýpkun á löndunarbryggju

Kristján Kristjánsson

Krossanes - Dýpkun á löndunarbryggju

Kaupa Í körfu

UNNIÐ er við dýpkun í Krossanesi þar sem ný löndunarbryggja verður byggð og er dæluskipið Perla notað til verksins. Í Krossanesi er gömul trébryggja en í stað hennar verður byggð stálþilsbryggja með steyptri þekju og 80 metra viðlegukanti. Nýja löndunarbryggjan fyrir Krossanesverksmiðjuna verður aðeins sunnar en sú gamla og slitin frá olíubryggjunni. Ráðgert er að dýpka niður á 10 metra við nýju bryggjuna. Stálþilið verður svo rekið niður í sumar og haust og þekjan steypt á næsta ári. MYNDATEXTI: Unnið við dýpkun við væntanlega löndunarbryggju í Krossanesi. (Unnið við dýpkun við væntanlega löndunarbryggju í Krossanesi.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar