Baðstofa Samstarf leikskólabarna og eldri borgara á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Baðstofa Samstarf leikskólabarna og eldri borgara á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Samstarf leikskólabarna og eldri borgara á Egilsstöðum UNDANFARIÐ hefur staðið yfir samstarf barna í leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum og eldri borgara í bænum. Börnum á sjötta ári á elstu deild leikskólans er skipt í hópa og hver þeirra eignast vin úr hópi eldri borgara og hittir hann fjórum sinnum til að fræðast um lífið fyrr og nú. Vinurinn heimsækir leikskólann, býður börnunum heim og hittir þau í Minjasafni Austurlands, þar sem farið er um safnið og gamlir nytjahlutir skoðaðir í tengslum við daglegt líf áður fyrr. Bryndís Skúladóttir, leikskólakennari á Tjarnarlandi, er stjórnandi verkefnisins. MYNDATEXTI: Þau (f.v.) Elísa Björt Bjarnadóttir, Brynjar Snær Grétarsson, Eiríkur Ingi Elísson og Svava Rún Arnardóttir heimsóttu Minjasafnið á Austurlandi til að fræðast um lífshætti fólks í gamla daga. Þau lærðu m.a. að spyrja spádómsbein spurninga um veður og færð. (Þau (f.v.) Elísa Björt Bjarnadóttir, Brynjar Snær Grétarsson, Eiríkur Ingi Elísson og Svava Rún Arnardóttir heimsóttu Minjasafnið á Austurlandi til að fræðast um lífshætti fólks í gamla daga. Þau lærðu m.a. að spyrja spádómsbein spurninga um veður og færð. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar