Pokakast nýstárleg íþróttagrein á Hrafnistu

Halldór Kolbeins

Pokakast nýstárleg íþróttagrein á Hrafnistu

Kaupa Í körfu

Árlegri keppni í pokakasti, nýstárlegri íþróttagrein heimilismanna á sjúkradeildum Hrafnistu í Hafnarfirði, lauk í gær með sigri þeirra Guðrúnar Ingvarsdóttur og Páls Guðjónssonar. Mikil stemning var meðal áhorfenda og ætlaði allt um koll að keyra þegar keppendur skoruðu sem mest með hárnákvæmum köstum. Rúna og Palli hlutu 1.850 stig og hrepptu hinn eftirsótta verðlaunabikar að launum. Myndatexti: Páll Guðjónsson og Guðrún Ingvarsdóttir, nýkrýndir meistarar, að lokinni drengilegri keppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar