Nýsköpunarsjóður tónlistar verður til

Sverrir Vilhelmsson

Nýsköpunarsjóður tónlistar verður til

Kaupa Í körfu

Á fundi menningarmálanefndar Reykjavíkur var samþykkt að stuðla að stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlistar, Musica Nova, með tveggja milljóna stofnframlagi í samvinnu. Í tólf ár hefur Tónskáldafélag Íslands undirbúið stofnun sjóðs, sem stuðlaði að nýsköpun á sviði tónlistar á sem flestum sviðum og gegndi hliðstæðu nýsköpunarhlutverki og sjóður sá sem kenndur var við Musica nova á sínum tíma. Með samþykkt menningarmálanefndar er þessum áfanga náð. Myndatexti: Fulltrúar menningarmálanefndar og Tónskáldafélags Íslands tilkynntu í gær stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlistarinnar. Stefán Jón Hafstein (lengst til vinstri), Kjartan Ólafsson og Ásrún Kristjánsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar